15.04.1924
Neðri deild: 51. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 139 í D-deild Alþingistíðinda. (3042)

125. mál, hressingarhæli fyrir berklaveika

Flm. (Magnús Jónsson):

Jeg hefi náttúrlega ekkert á móti því, að stjórnin setji eitthvert tímatakmark. Garða býst jeg ekki við að fjelagið hafi látið sjer detta í hug. Það mun ekki hafa búist við að eiga kost á slíku höfuðbóli.

Það er hverju orði sannara, sem hv. 1. þm. G.-K. (ÁF) sagði, að slík viðleitni áhugasamra fjelaga er fyllilega verð þess, að ríkið mæti hana, og tel jeg sjálfsagt, að þingið verði við þessari beiðni.