26.04.1924
Efri deild: 55. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í D-deild Alþingistíðinda. (3057)

125. mál, hressingarhæli fyrir berklaveika

Forseti:

Jeg er samdóma hv. 1. landsk. (SE) í því, að þessar till. verði að skoða sem sjálfstæðar till. því það er vel hægt að samþykkja þær hvora um sig, eins og þær liggja fyrir. Þess vegna hefði verið eðlilegast, að hv. flm. brtt. hefði komið með þær óháðar þáltill. Má ef til vill laga þetta í nefnd. Það hefir nú verið stungið upp á að vísa málinu til mentamálanefndar. Verði sú till. samþykt, mun jeg fresta þessari fyrri umr. um málið.