02.05.1924
Efri deild: 60. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í D-deild Alþingistíðinda. (3059)

125. mál, hressingarhæli fyrir berklaveika

Frsm. (Ingibjörg H. Bjarnason):

Jeg þarf ekki að vera langorð í þetta sinn. Jeg tók fram við fyrri umr. þessa máls alt það, er jeg vildi segja því til stuðnings. Sömuleiðis get jeg vísað til nál. á þskj. 493, og með því að málið fjekk mjög góðar undirtektir hjer við fyrri umræðu, þá vænti jeg, að ekki þurfi að skýra frekar, hvað kvenfjelagið „Hringurinn“ vill gera með jörð þessa, fái fjelagið hana til umráða, þegar hún losnar úr ábúð, eða ef fjelaginu tekst að semja við núverandi ábúanda hennar.