28.03.1924
Efri deild: 31. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 187 í D-deild Alþingistíðinda. (3108)

106. mál, Landsbókasafnið

Forsætisráðherra (JM):

Eins og jeg hefi áður skýrt frá, kom þessi kæra til stjórnarinnar skömmu fyrir þingbyrjun 1919. Fjekk mentmn. Nd. bæði kæruna og svar landsbókavarðar til athugunar, en sá ekki ástæðu til að gera neitt frekar í málinu.

Að sjálfsögðu hefi jeg ekkert á móti því, að mentmn. Ed. fái þetta mál til athugunar. Tel jeg ekki þurfa þál. til þess. Býst jeg ekki við, að þörf gerist að ræða þetta meira á þessu stigi málsins.