22.02.1924
Neðri deild: 6. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 262 í D-deild Alþingistíðinda. (3145)

24. mál, skipun viðskiptamálanefndar

Forsætisráðherra (SE):

Jeg ætla aðeins að benda hv. þingdeild á það, að þegar Spánarsamningarnir stóðu yfir, stóð allur almenningur saman sem einn maður í því máli út á við, enda þótt menn litu alls ekki einn veg á það mál hjer heima fyrir, og þetta var alveg rjett og sjálfsagt; svo gera menn jafnan, þegar þjóð semur við þjóð. Annars vil jeg vara hv. deild við því að teygja úr umr. um þetta mál, eins og nú er ástatt. Væri sjálfsagt, ef þm. vilja endilega ræða þetta mál, að halda fund um þetta fyrir lokuðum dyrum, því að nóg tækifæri önnur munu sjálfsagt verða til fundin, ef menn vilja, til að gera að árásarefni á stjórnina.