22.02.1924
Neðri deild: 6. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 268 í D-deild Alþingistíðinda. (3151)

24. mál, skipun viðskiptamálanefndar

Atvinnumálaráðherra (KlJ):

Mjer þykja umr. um þetta mál vera orðnar helst til yfirgripsmiklar, enda ætlaði jeg mjer að sitja hjá. En úr því að fyrirspurn hefir verið beint til mín, þá skal jeg segja frá afstöðu minni í örfáum orðum. Hún er þá þessi, að jeg hefi eindregið verið með því að senda þessa nefnd og aldrei dregið dulur á það. Hæstv. forsrh. (SE) vildi fyrst síma og spyrjast fyrir, hvernig sakir stæðu, og taldi jeg ekkert athugavert við það. En svo drógst þetta og drógst, án þess endanleg ákvörðun yrði nokkurntíma tekin. En jeg veit þó ekki, hvort þessi dráttur hefir valdið nokkrum skaða ennþá. Hygg jeg, að hægt muni vera að fá ferðir bráðlega, ef hv. Alþingi sýnist svo, að senda menn utan, sem jeg eindregið mæli með.

Annars verð jeg að taka undir það með forsrh., að heillavænlegast muni vera, að þetta mál sje rætt á fundi fyrir lokuðum dyrum. Er ekki að vænta þess, að menn fái áttað sig á því, þar sem alt verður að tala undir rós.