05.05.1924
Sameinað þing: 5. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 407 í D-deild Alþingistíðinda. (3229)

104. mál, fækkun ráðherra

Sigurður Eggerz:

Jeg ætla aðeins að taka það fram, viðvíkjandi þessu sjóðspursmáli, sem jeg hefi annars lítið skift mjer af, vegna þess, að jeg hefi aldrei haft það fyrir sið að elta fyrirrennara mína með hvað eina, viðvíkjandi því, sem þeir hafa gert, að jeg spurði ríkisfjehirði að því, hve mikið fje hefði verið til í sjóði, er Magnús Jónsson tók við fjármálaráðherraembættinu af núverandi hæstv. atvrh., og sagði ríkisfjehirðir, að það hefði verið 35 þús. kr. alls.