05.05.1924
Sameinað þing: 5. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 413 í D-deild Alþingistíðinda. (3233)

104. mál, fækkun ráðherra

Benedikt Sveinsson:

Mál þetta hefir nú verið rætt allrækilega. Hefir það komið berlega fram, að núverandi ráðherrar eru því fylgjandi, að fækkað sje ráðherrum. Vil jeg því, að stjórnin hafi óbundnar hendur í þessu sínu áhugamáli og hafi allan veg og vanda af því að ráða því til lykta sem henni þykir best henta. Mun jeg því greiða till. þeirri atkv. mitt, sem hjer er fram komin, um að vísa þessu máli til stjórnarinnar.