05.05.1924
Efri deild: 62. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 423 í D-deild Alþingistíðinda. (3249)

146. mál, frestun á embættaveitingu

Sigurður Eggerz:

Jeg vildi gjarnan vita, hvort það gæti ekki orðið samkomulag milli hv. flm. (JJ) og hæstv. forsrh. (JM), um að flm. (JJ) tæki till. sína aftur, eftir að hæstv. forsrh. (JM) hefir lýst því yfir, að hann vilji gjarnan fresta þeim embættaveitingum, sem hann sjer sjer fært að fresta. Mjer finst, að það væri æskilegt, því að ef till. þessi væri feld, þá mætti líta svo á, að verið væri með því að ýta undir stjórnina með að veita þegar í stað öll embætti, sem losnuðu, þrátt fyrir það, þótt hægt væri að sameina þau við önnur embætti.