05.05.1924
Efri deild: 62. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 431 í D-deild Alþingistíðinda. (3265)

147. mál, holdsveikraspítalinn

Forsætisráðherra (JM):

Það er varla von, að hv. 5. landsk. (JJ) geti talað um þetta mál. Honum virðist vera það ókunnugt, að holdsveiki er tvennskonar, smitandi og ekki smitandi. (JJ: Læknarnir vita það ekki sjálfir!)

Samkv. holdsveikislögunum er heldur ekki hægt fyrir holdsveikralækninn að taka sjúklinga með valdi inn í spítalann. (SE: Áhrifum má beita í þá átt.) Það er ýmsum vandkvæðum bundið, því að sjúklingarnir álíta, að þeir sjeu svo að segja grafnir lifandi, ef þeir eru fluttir í spítalann.