05.05.1924
Efri deild: 62. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 432 í D-deild Alþingistíðinda. (3269)

147. mál, holdsveikraspítalinn

Sigurður Eggerz:

Lögin segja, að alla þá sjúklinga, sem hjeraðslæknar telji smitunarhættu af, eigi að setja í spítalann. En auðvitað skal jeg ekki segja neitt um það, hvort allir slíkir sjúklingar eru í spítalanum. Geri jeg ráð fyrir því, að hv. 5. landsk. (JJ) hafi átt við þá sjerstaklega, og er jeg honum sammála um, að sjálfsagt sje að ganga ríkt eftir því, að hjeraðslæknar geri skyldu sína í þessu efni. En annars væri auðvitað best, að allir holdsveikissjúkir menn færu í spítalann. Jeg sje ekki, að jeg hafi lesið lögin rangt.