02.05.1924
Efri deild: 61. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1115 í B-deild Alþingistíðinda. (327)

1. mál, fjárlög 1925

Forsætisráðherra (JM):

Jeg get fyllilega tekið undir tilmæli hv. frsm. (JóhJóh) að því er snertir háskólakenslu hjeraðslæknis. Þó að jeg búist ekki við, að honum verði greiddar þessar 500 kr. án heimildar, þá mun jeg gera mitt ýtrasta til, að sú heimild fáist.

Sama máli er að gegna um stúdentana. Jeg mun gera alt það, sem mjer er mögulegt, til þess að greiða úr vandræðum þeirra, og það því fremur, sem jeg er þeirrar skoðunar, að margir þeirra, sem erlendis dvelja, hafi jafnvel verið gabbaðir, ef styrkurinn verður nú af þeim tekinn.