13.03.1924
Neðri deild: 22. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1122 í B-deild Alþingistíðinda. (331)

74. mál, fjáraukalög 1923

Fjármálaráðherra (KlJ):

Þetta frv. til fjáraukalaga fyrir 1923 hefir í sjer falin gjöld að upphæð kr. 46306,05 til viðbótar gjöldum þeim, sem talin eru í fjárlögunum fyrir 1923. Annars læt jeg mjer nægja að vísa til greinargerðar frumvarpsins, en finn enga ástæðu til þess að ræða um neina einstaka greiðslu, eða skýra frá ástæðum til hennar, en vænti þess, að það gangi til 2. umr., og legg til, að því verði að þessari umr. lokinni vísað til fjvn.