27.03.1924
Neðri deild: 34. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1127 í B-deild Alþingistíðinda. (338)

74. mál, fjáraukalög 1923

Forsætisráðherra (JM):

Jeg á erfitt með að svara þessari fyrirspurn hv. frsm. fjvn. (ÞórJ), því að jeg hefi ekki sjeð þessa reikninga. Jeg veit ekki heldur um það, hvort um greinilega samninga hefir verið að ræða, en býst þó við, að gert hafi verið ráð fyrir 50 kr. kostnaði á dag. Ekki man jeg heldur eftir því, hve hár reikningurinn var hjá Einari Arnórssyni, en hitt man jeg, að hann ætlaði að endurgreiða eitthvað af honum.

Annars getur fyrverandi stjórn gefið betri upplýsingar í þessu máli en jeg, þar sem hún átti um þetta að fjalla.