07.03.1924
Efri deild: 13. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 552 í D-deild Alþingistíðinda. (3380)

63. mál, sparnaðarnefnd

Jón Magnússon:

Mjer skildist á hv. flm. (JJ), að hann byggist ekki við, að nefnd sú, er skipa á samkvæmt þessari till., fái afkastað sjerlega miklu á þessu þingi, en að aðalstarf hennar yrði að undirbúa víðtækara verk. Jeg álít, að mál þetta sje þannig lagað, að rjettast væri, að það verði athugað í nefnd. Vil jeg því stinga upp á því, að þessari umr. verði frestað og málinu vísað til fjvn. til umsagnar.