22.02.1924
Efri deild: 5. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 245 í D-deild Alþingistíðinda. (3430)

23. mál, skipun viðskiptamálanefndar

Jón Magnússon:

Jeg skal aðeins leyfa mjer að skýra frá, hvernig jeg skil dagskrártill. hv. þm. Vestm. (JJós).

Jeg lít svo á, að með því að samþykkja tillöguna skori háttv. deild á fjárhagsnefnd að nota rjett þann, sem hún hefir eftir þingsköpunum til þess að bæta við sig mönnum. Hefir slíkt komið fyrir áður, t. d. í fyrra í vatnamálunum. Ef dagskrártill. verður samþykt, mun jeg telja mjer skylt að gera ráðstafanir til þess, að fjhn. bæti við sig tveim mönnum, segjum einum tillögumanna og öðrum annarsstaðar frá, til þess sjerstaklega að starfa með nefndinni að viðskiftamálunum.