31.03.1924
Neðri deild: 37. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1259 í B-deild Alþingistíðinda. (3459)

12. mál, mælitæki og vogaráhöld

Jón Baldvinsson:

Jeg vil ekki víkja frá því, að eftirlitið verði betra hjá mönnum, sem koma frá löggildingarstofunni með miklu nánari þekkingu á þessum tækjum heldur en þeir menn, sem lögreglustjórarnir kunna að fá til þess að líta eftir fyrir sína hönd. Eftirlitsmenn löggildingarstofunnar þurfa ekki nema að líta fljótlega á áhöldin til þess að geta ákveðið, hvað sje aflaga, og kippa því í lag. — Annars þýðir víst ekki að tala frekar um málið, og læt jeg skeika að sköpuðu um afdrif þess.