19.02.1924
Efri deild: 3. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1138 í B-deild Alþingistíðinda. (371)

8. mál, hegningarlög

Forsætisráðherra (SE):

Á síðasta Alþingi, þegar rætt var um frv. um varnir gegn kynsjúkdómum, hjet stjórnin því að bera þetta frv. fram. Í lögum um varnir gegn kynsjúkdómum er gert ráð fyrir þrem tegundum kynsjúkdóma, syfilis, lekanda og linsæri, en hegningarlögin gera aðeins ráð fyrir einni: fransós. En nú er sjálfsagt að láta hegninguna ná yfir öll þrjú tilfellin, og því er frv. þetta fram komið. Vænti jeg þess, að það fái góðar móttökur og verði að þessari umræðu lokinni vísað til allshn.