15.02.1924
Sameinað þing: 1. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í B-deild Alþingistíðinda. (4)

Heillaskeyti til Alþingis

Aldursforseti (SJ):

Þinginu hefir borist símskeyti frá fyrverandi sendiherra Dana hjer á landi, herra J. Böggild, er jeg vil leyfa mjer að lesa upp:

„Beder Altinget modtage mine ærbödigste hilsener med oprigtig tak for mange indholdsrige og lærerige timer tilbragt paa Islands Alting.“

Þessu næst kvaddi aldursforseti sjer til aðstoðar sem fundarskrifara þá Jóhannes Jóhannesson, þm. Seyðf., og Þorleif Jónsson, þm. A.-Sk.

Rannsókn kjörbrjefa.

Skiftust nú þingmenn í kjörbrjefadeildir, og urðu í

1. deild:

Ásgeir Ásgeirsson,

Bjarni Jónsson,

Einar Árnason,

Halldór Steinsson,

Ingibjörg H. Bjarnason,

Ingólfur Bjarnarson,

Jakob Möller,

Jóhann Jósefsson,

Jón Baldvinsson,

Jón Magnússon,

Jón Þorláksson,

Pjetur Þórðarson,

Tryggvi Þórhallsson,

Þórarinn Jónsson.

2. deild:

Ágúst Flygenring,

Benedikt Sveinsson,

Eggert Pálsson,

Halldór Stefánsson,

Hjörtur Snorrason,

Ingvar Pálmason,

Jón Sigurðsson,

Jónas Jónsson,

Jörundur Brynjólfsson,

Magnús Guðmundsson,

Magnús Jónsson,

Pjetur Ottesen,

Sigurður Eggerz,

Sigurjón Jónsson.

3. deild:

Árni Jónsson,

Bernharð Stefánsson,

Björn Kristjánsson,

Björn Líndal,

Guðmundur Ólafsson,

Hákon Kristófersson,

Jóhannes Jóhannesson,

Jón Auðunn Jónsson,

Jón Kjartansson,

Klemens Jónsson,

Magnús Torfason,

Sigurður Jónsson,

Sveinn Ólafsson,

Þorleifur Jónsson.

Kjörbrjefadeildir skiftu með sjer kjörbrjefum, svo sem lög mœla fyrir, og var síðan gert fundarhlje til kl. 5 síðdegis.