06.03.1924
Neðri deild: 16. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 2375 í B-deild Alþingistíðinda. (46)

Stjórnarskipti

forsætisráðherra (JM):

Jeg vil leyfa mjer að skýra háttv. deild frá því, að jeg fjekk í gær símskeyti frá hans hátign konunginum, þar sem hann biður mig að mynda ráðuneyti, og sendi jeg honum tillögur mínar sama dag. Hefi jeg fengið svo hljóðandi svarskeyti frá hans hátign:

„Föllumst á tillöguna og skipum hjer með yður forsætisráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra, hæstarjettarmálaflutningsmann alþingismann Magnús Guðmundsson atvinnu- og samgöngumálaráðherra og verkfræðing alþingismann Jón Þorláksson fjármálaráðherra.

Christian R.“