25.03.1924
Efri deild: 28. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1240 í B-deild Alþingistíðinda. (485)

20. mál, kennaraskóli

Frsm. (Ingibjörg H. Bjarnason):

Jeg vil útiloka þann misskilning, að jeg hafi viljað blanda fræðslulögunum inn í umr. um kennaraskólann.

Jeg er samdóma þeim mönnum, sem ekki leggja minna upp úr fræðslu barna á góðum heimilum heldur en í barnaskólunum. Mun jeg síðar fá tækifæri til þess að ræða það mál nánar.

Jeg er sannfærð um, að kostnaðurinn við þessa breytingu er hverfandi lítill og að engin ástæða er til þess, kostnaðarins vegna, að fella frv.