07.03.1924
Neðri deild: 17. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1246 í B-deild Alþingistíðinda. (496)

18. mál, afhending á landi til kirkjugarðs í Reykjavík

Forsætisráðherra (SE):

Ástæðan til þess, að stjórnin kom fram með frv. þetta, er sú, að tilfinnanlegan kostnað hefir leitt af kirkjugarðsauka þessum. Sá stjórnin ekki annað fært en að auka tekjustofninn til þess að vinna hann upp. Er jeg hv. minni hl. þakklátur fyrir það, hve vel hann hefir tekið í málið, enda þótt best hefði verið, að frv. stjórnarinnar hefði verið látið standa óhreyft. Ekki virðist mjer rjett að fara þá leið nú að lögleiða legkaup fyrir alt landið, enda mundi þá alt málið stranda á því.