22.03.1924
Neðri deild: 30. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1256 í B-deild Alþingistíðinda. (522)

12. mál, mælitæki og vogaráhöld

Jón Kjartansson:

Þó að það eigi ef til vill ekki við að gera athugasemd við sjerstaka grein í frv. við þessa umræðu, langar mig þó til að vita, hvað hefir vakað fyrir hæstv. stjórn, þegar hún ákvað, að einungis lögreglustjórar í kaupstöðum skuli löggilda mæli og vog. Önnur aðalástæðan fyrir frv. er það, hve erfitt menn úti um land eiga með að ná til löggildingarstofunnar, en úr því virðist lítið bætt, þó að löggilt verði í kaupstöðunum einum. Jeg vildi því skjóta því fram, hvort ekki sje ástæða til að leyfa öllum lögreglustjórum á landinu að annast þessa löggildingu.