25.03.1924
Neðri deild: 32. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 2382 í B-deild Alþingistíðinda. (61)

Mannaskipti í nefndum

Forseti (BSv):

Jeg mun fara að dæmum hæstv. forseta Ed. og láta kosning fram fara. (TrÞ: Jeg óska listakosningar).

Var því næst gengið til kosninga og listakosning viðhöfð.

Við kosningu í fjárhagsnefnd komu fram tveir listar, er forseti merkti A og B.

Á A-lista var Björn Líndal, en á B- lista Klemens Jónsson.

A-listinn hlaut 13 atkv., B-listinn 13 atkv., en 1 seðill var auður.

Kosninguna varð því að endurtaka, og fór á sömu leið.

Ljet forseti þá fram fara hlutkesti milli listanna, og kom upp hlutur A-listans.

Lýsti forseti þá rjett kjörinn á fjhn.

Björn Líndal, þm. Ak.

Við kosningu í fjárveitinganefnd komu og fram tveir listar, merktir A og B. Á A- lista var Sigurjón Jónsson, en á B-lista Magnús Torfason.

A-listinn hlaut 13 atkv., B-listinn 13 atkv., en 1 seðill var auður.

Var kosningin því endurtekin, og fjellu atkvæði á sömu leið og fyr.

Var þá varpað hlutkesti, og kom upp hlutur A-listans.

Forseti lýsti rjett kjörinn í fjvn. Sigurjón Jónsson, þm. Ísaf.

Við kosningu í allsherjarnefnd komu enn fram tveir listar, A og B. Á A-lista var Árni Jónsson, en á B-lista Bernharð Stefánsson.

A-listinn hlaut 13 atkv., en B-listinn 14 atkv.

Lýsti forseti því rjett kjörinn á allshn. Bernharð Stefánsson, 2. þm. Eyf.