11.04.1924
Efri deild: 46. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1306 í B-deild Alþingistíðinda. (611)

6. mál, sameining yfirskjalavarðarembættis og landsbókavarðarembættis

Forsætisráðherra (JM):

Jeg þarf ekki að halda langa ræðu um þetta mál, því að það er langt síðan það kom fyrst fram uppástunga um þessa sameiningu. En það er ýmislegt í frv., sem þyrfti að athuga, og jeg vona, að mjer gefist tækifæri til þess að ráðfæra mig við hv. mentamálanefnd um það. Ef svo fer, að þjóðskjalavarðarembættið verður veitt, þá mun tilætlunin að veita ekki skjalavarðarembættið.