05.03.1924
Neðri deild: 15. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1424 í B-deild Alþingistíðinda. (713)

50. mál, hundahald í kaupstöðum og kauptúnum

Atvinnumálaráðherra (KlJ):

Það er fjarri því, að jeg standi upp í því skyni að mæla gegn frv. þessu og ekki heldur til að gera neinar verulegar aths. við það. Tel jeg það heppilegt, að hv. allshn. skuli hafa gert heimildina víðtækari. En hitt finst mjer óþarfi, að fara að „mobilisera“ alt stjórnarráðið til þess að staðfesta slíka reglugerð. Eftir orðalagi nál. ættu allir ráðherrarnir að koma á fund í þessu skyni. Býst jeg við, að hv. nefnd hafi bara ekki athugað þetta, því að nægilegt virðist, að aðeins einn ráðherra eigi um þetta að fjalla.