20.02.1924
Neðri deild: 4. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í B-deild Alþingistíðinda. (75)

1. mál, fjárlög 1925

Fjármálaráðherra (KlJ):

Um leið og jeg legg þetta frumvarp fyrir hv. deild mun það þykja tilhlýðilegt, að jeg fylgi því úr hlaði með nokkrum orðum.

Fjárlagafrv. fyrir 1925 er aðallega bygt á útkomu ársins 1922, því að það var samið fyrir áramót 1924, og því ómögulegt að nota árið 1923 nema aðeins til hliðsjónar, útkomuna 9 mánuði ársins. Eitthvað lítið mundi tekjuhliðin hafa breyst, ef fullkomin uppgerð fyrir alt árið hefði legið fyrir hendi, er frumvarpið var samið, eins og síðar verður drepið á.

Það er ógerningur að semja fjárlagafrumvarp, sem á nokkru viti sje bygt, án þess að taka tillit til útkomunnar undanfarin ár. Hvað langt eigi að fara aftur í tímann, getur verið álitamál; mjer hefir fundist nægilegt að fara aftur til 1920, og það kemur þá þegar í ljós, að öll árin síðan hefir verið tekjuhalli árlega og hann gífurlegur. Þegar jeg fór, í sambandi við frv., sem verður lagt fyrir þingið innan fárra daga, að athuga þetta mál, taldist mjer svo til, að árið 1920 hefði hann numið 2% miljón, árið 1921 rúmum 2 miljónum og 1922 tæpum 2 miljónum, eða alls á 3 árum um 6% miljón. En jeg trúði ekki þessu og fór að rannsaka málið á ný, og fanst þá, að draga mætti frá ýmsar upphæðir, afborgun á lánum einkum, en lengra niður en í undir 4 miljónir komst jeg þó ekki. En nú hefir háttv. 1. þm. Reykv. (JÞ), sem ítarlega hefir rannsakað alt fjárhagsástandið, komist að þeirri niðurstöðu, að tekjuhallinn væri enn meiri en jeg hafði í fyrstu áætlað hann, nefnilega árið 1920 2,2 miljón, 1921 2,6 og 1922 2,6 eða alls 7,4 miljón, tæpri miljón hærra en jeg hafði áætlað, og vil jeg alls ekki vefengja þær tölur, en hvaða tölur, sem teknar eru, þá er þetta gífurlegur tekjuhalli; þar við bætist svo halli á árinu 1923, 1 miljón 381 þús. kr. Hann er það eftir bráðabirgðaskýrslum, og jeg býst ekki við, að hann verði minni. Tekjuhallinn þessi ár er því 5½ miljón til 8½ miljón, eftir því hvaða tölur maður tekur. Það sjá allir, að þetta getur ekki gengið til lengdar; það hlýtur að leiða til gjaldþrots innan skams. Um það geta ekki verið skiftar skoðanir, svo að óþarft virðist að fjölyrða frekar um það.

Þegar jeg tók við fjármálaráðherraembætti seint í apríl í fyrra, var mjer það ljóst, að fjárhagurinn var mjög bágborinn, en að hann væri jafnslæmur og hann var í raun og veru, hafði jeg enga hugmynd um þá; annars hefði jeg vissulega ekki tekið í mál að takast það embætti á hendur. Þegar svo þinginu um sama leyti tókst að fá vilja sínum framgengt um það, að stjórnin legði fyrir frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1923, sem aldrei skyldi verið hafa, lýsti jeg fjárhag landsins nokkuð og taldi það óhugsandi að komast af án þess að taka lán, og það hefir reynst nauðsynlegt til bráðabirgða, því oft hefir verið örðugt að komast yfir mánaðamót, og mun það að vísu hafa komið fyrir áður, en samt hefi jeg oft um mánaðamót hugsað um, hvað Árni gamli landfógeti hefði sagt um það að hafa ef til vill einar 20–30 þúsund kr. í sjóði, þegar fyrstu dagar mánaðarins voru liðnir. Hann, sem ekki var vel rólegur nema hann hefði yfir 100 þús. kr. minst í sjóði, og þó hljóðuðu fjárlögin þá varla upp á meira en á aðra miljón króna árlega.

Aðalhjálpin á þrengslatímunum kom frá Landsverslun, því að hún greiddi 435 þús. kr. meira en áætlað var. Það var skuld, sem ríkissjóður átti og varð að nota sem eyðslueyri, í stað þess að nota það til afborgana á sínum eigin lánum. Þegar mjer var orðið ljóst, eftir miðjan júní, hvernig ástandið var í raun og veru, ákvað jeg að draga úr öllum verklegum framkvæmdum, að svo miklu leyti, sem það var hægt, en það munaði ekki að verulegu ráði, bæði af því, að þá var þegar búið að vinna mikið, sumstaðar nálega alt, sem vinna þurfti, og annarsstaðar var ekki hægt að hætta alt í einu, nema með stórskaða. Þar við bættist svo, að verkamenn höfðu sumstaðar reitt sig á að hafa þessa vinnu alt sumarið og hafnað annari vinnu, t. a. m. kaupavinnu. Lá því ekki annað fyrir en sultur og eymd, ef tekið væri alveg fyrir vinnuna, og því neyddist jeg til að láta vinna meira en jeg hafði til ætlast, einkum við Flóaáveituna. Sparnaðurinn við þessar ráðstafanir varð því 1923 ekki eins mikill og hann hefði getað orðið, ef til þeirra hefði verið gripið fyr. En það tekur altaf nokkurn tíma að setja sig alveg inn í fjárhag landsins, og það jafnvel fyrir mann honum kunnugan, eins og jeg þykist vera.

Aftur á móti gerði jeg í haust ráðstafanir til, að engar símalínur yrðu bygðar á þessu ári samkv. heimild í 13. gr. D.

III. núgildandi fjárlaga, og að því er vegagerðir snertir, þá er það samkomulag milli mín og vegamálastjóra, að mjög lítið verði unnið í sumar að framhaldsbyggingu flutningabrauta og þjóðvega, en nauðsynlegt viðhald er óhjákvæmilegt, og það verður framkvæmt. Fyrir þessar ráðstafanir ætti því að sparast talsvert fje á þessu ári og tekjuafgangur að verða á fjárlögunum 1924, ef tekjuáætlunin reynist nokkurn veginn ábyggileg. Auk þess geri jeg auðvitað ráð fyrir, að þau verk, sem heimilt er að vinna samkvæmt sjerstökum lögum, verði ekki framkvæmd í ár. Þau átti að framkvæma fyrir lánsfje, en það fje var þegar fyrir löngu, fyrir tveim árum, uppgengið þegar núverandi stjórn tók við. Á jeg hjer sjerstaklega við Flóaáveituna.

Með þetta ástand fyrir augunum, sem jeg hefi nú lýst, samdi jeg frumvarpið fyrir 1925 með talsverðum tekjuafgangi. Jeg hefi talið það eina skilyrðið fyrir því, að geta komist á rjettan kjöl aftur, að fjárlögin verði ekki einungis tekjuhallalaus, heldur með talsverðum tekjuafgangi. Þessu verður náð með því tvennu, að tekjuhliðin sje áætluð svo varlega, að full vissa sje fyrir því, að tekjurnar komi inn, og hinu, að dregið sje úr útgjöldunum sem mest má verða. Þegar þess er nú gætt, að tekjurnar eru áætlaðar 7., milj., að þar frá dragast tæpar 2 miljónir til afborgana og vaxtagreiðslu af lánum ríkisins, að flestar útgjaldagreinar fjárlaganna eru lögboðin gjöld, embættislaun eða útgjöld til stofnana, spítala o. s. frv., þá er auðsætt, að það eitt er hægt að spara sem ekki er beinlínis fyrirskipað í lögum að greiða, en það verða þá aðallega verklegar framkvæmdir, vegagerðir, símalagningar og þessháttar, enda munar mest um það.

Þótt það hafi verið mjer sárnauðugt að leggja niður allar slíkar framkvæmdir, þá hefi jeg ekki sjeð annars kost, eins og frumvarpið ber með sjer. Jeg hefi slept gersamlega öllum verklegum framkvæmdum árið 1925, en nauðsynlegu viðhaldi hefir ekki þótt hlýða að sleppa. Þær einu verulegu verklegar framkvæmdir, sem eftir frv. geta þá orðið, verða Búnaðarfjelagið og Fiskifjelagið að annast, og er þó klipið af tillagi til þeirra fjelaga.

Jeg skal fúslega játa það, að auðvelt hefði verið að strika alveg út ýmsa bitlinga og styrki í 15. gr., því þar hafa staðið árum saman styrkir, sem vissulega var ekki upphaflega ætlast til, að stæðu til langframa, en það er hvorttveggja, að niðurfelling slíkra bitlinga hefir ekki mikinn sparnað í för með sjer og að erfitt er að vinsa úr, hverjir megi fjúka og hverjir standa. Þess vegna hefi jeg lítið hróflað við þeim, en mun sem þingmaður greiða atkvæði með hverri þeirri breytingartillögu, sem miðar til þess að minka eða fella það, sem jeg kalla bitlinga.

Jeg skal því næst eins og venja er til gefa yfirlit yfir útkomu ársins 1923. Það er auðvitað aðeins bráðabirgðauppgerð, bygð á upplýsingum frá innheimtumönnum ríkissjóðs. Hún getur auðvitað ekki verið alveg nákvæm, en það ætti aldrei að muna miklu:

T ek j u r.

Áætlun

Reikningur

Kr.

Kr.

Kr.

Fasteignaskattur

Tekju- og eignarskattur

Aukatekjur

Erfðafjárskattur

Vitagjald

Leyfisbrjefagjöld

Útflutningsgjald

210000,00

900000,00

250000,00

55000,00

150000,00

10000,00

600000,00

225051,00 884967,00 296612,00 43900,00 196097,00 14282,00 863448,00

Flyt ....

2175000,00

2524357,00

Tekjur

Áætlun

Reikningur

Kr.

Kr.

Kr.

Flutt ....

2175000,00

2524357,00

Áfengistollur

250000,00

471905,00

Tóbakstollur

500000,00

429758,00

Kaffi- og sykurtollur

800000,00

811372,00

Vörutollur

1000000,00

1052101,00

Annað aðflutningsgjald

60000,00

110986,00

Gjald af konfekt og brjóstsykursgerð ..

20000,00

16000,00

Stimpilgjald

500000,00

321810,00

Lestagjald af skipum

40000,00

36600,00

Pósttekjur

400000,00

386258,00

Símatekjur

1075000,00

1036000,00

Tóbakseinkasala

200000,00

200000,00

Skólagjöld

5000,00

7200,00

7404347,00

Eftirgjald eftir jarðeignir ríkissjóðs ....

30000,00

ca 45000,00

Tekjur af kirkjum

Tekjur af silfurbergsnámunni í Helgu-

50,00

» »

staðafjalli

10000,00

10000,00

Tekjur af skipum

150000,00

181846,00

236846,00

Tekjur af bönkum

250000,00

52153,00

Tekjur af Ræktunarsjóði

Vextir af bankavaxtabrjefum samkvæmt

20000,00

24948,00

lögum nr. 14, 1909

40000,00

34204,00

Væntanlega útdregið af þeim brjefum . .

Arður af hlutafje (100000 kr.) í Eim-

15000,00

35900,00

skipafjelagi Íslands

6000,00

» »

Vextir af innstæðum í bönkum

5000,00

5129,00

Greiðslur frá Landsversluninni

240000,00

675000,00

827334,00

Óvissar tekjur

20000,00

97951,00

Endurgreidd skyndilán til embættismanna

400,00

» »

Endurgreiddar aðrar fyrirframgreiðslur

2000,00

5607,00

103558,00

Tekjur af áfengisversluninni

» »

280000,00

Skiftimynt

Tekjuhalli ....

» »

106200,00

386200,00

1381296,00

Kr.

7813450,00

10339581,00

Gjöld.

Áætlun

Reikningur

Kr.

Kr.

Kr.

Greiðslur af lánum ríkissjóðs:

Vextir

729400,41

1000352,00

Afborganir

879913,54

948904,00

Framlag til Landsbankans

100000,00

100000,00

2049256,00

Borðfje konungs

60000,00

» »

60000,00

Til alþingiskostnaðar og yfirskoðunar landsreikninga

223000,00

» »

246274,00

Ráðuneytið, ríkisfjehirðir o. fl

182280,00

180699,00

Hagstofan

47800,00

46300,00

Sendiherra, utanríkismál og ríkisráðskostnaður

67500,00

75610,00

302609,00

Dómgæsla og lögreglustjórn

439820,00

379804,00

Ýmisleg gjöld

163600,00

314436,00

694240,00

Læknaskipunin

695556,00

» »

644992,00

Póstmál

422900,00

421839,00

Vegabætur

330940,00

383856,00

Samgöngur á sjó

300000,00

247900,00

Hraðskeyta- og talsímasamband

766100,00

1066000,00

Vitamál

120600,00

159893,00

2279488,00

Andlega stjettin

295308,28

379233,00

Kenslumál

1009880,00

947014,00

1326247,00

Til vísinda, bókmenta og lista

219150,00

» »

206626,00

Til verklegra fyrirtækja

561920,00

» »

505977,00

Til skyndilána handa embættismönnum og lögboðinna fyrirframgreiðslna

4000,00

» »

>>

Eftirlaun og styrktarfje

202660,99

» »

178008,00

Óviss útgjöld

100000,00

» »

128399,00

Fjárgreiðslur samkv. lögum, fjáraukalögum og þingsályktunum

» »

» »

1503465,00

Gengismunur á greiðslum erlendis áætlað

» »

» »

214000,00

Kr.

7922329,22

» »

10339581,00

Sje nú þetta yfirlit athugað, þá kemur það í ljós, að þessir tekjuliðir í 2. gr. hafa farið fram úr áætlun: Vitagjald um 46 þús. krónur, útflutningsgjald um 263 þús. krónur, áfengistollur um 222 þúsund kr., vörutollur um 52 þús. kr. og annað aðflutningsgjald um 50 þús. kr.; alls hækkun á þessum liðum 633 þús. kr. Hinsvegar hafa þessir liðir orðið undir áætlun: Tóbakstollur um 70 þús. kr., stimpilgjald 179 þús. kr., símatekjur 39 þús. kr.; alls lækkun á þessum liðum 288 þús. kr. Aðrir liðir hafa reynst nokkuð svipaðir áætlun. Allar tekjur eftir 2. gr. fjárlaganna voru áætlaðar 7025 þús. kr., en reyndust eftir þessari bráðabirgðauppgerð 7404 þús. kr., svo að því leytinu er útkoman góð. Tekjur eftir 3. gr. hafa farið lítið eitt fram úr áætlun. Um 4. gr. er það að segja, að þar voru tekjur af bönkum áætlaðar 250 þús. kr., en reyndust aðeins 52 þús. kr. Aftur á móti voru greiðslur af Landsverslun áætlaðar 240 þús. kr., en urðu 675 þús. kr.; þar af má telja um 50 þús. kr. hagnað af steinolíuversluninni. Verður því útkoman eftir þessari grein 827 þús. kr., í stað 576 þús. kr. eftir fjárlögunum. Loks skal jeg geta þess, að tekjur af áfengisverslun hafa orðið 280 þús. kr. og innborgað er í skiftimynt liðugar 106 þús. kr.

Að því er útgjöldin snertir, þá hafa þessir liðir farið fram úr áætlun: Vextir af lánum áætlaðir 729 þús. kr., urðu full miljón. Er það vafalaust gengislækkuninni að kenna, að því er útlend lán snertir. Alþingiskostnaður áætlaður 227 þús. kr., varð 246 þús. Gefur þetta mjer tilefni til þess að beina þeirri ósk til hæstv. forseta að viðhafa alla sparneytni. Væri það gott til eftirdæmis, ef þingið og þingmenn gengju á undan öðrum með allskonar sparnaði, enda er jeg sannfærður um, að það má spara á ýmsum liðum við alþingishaldið. Ýmisleg gjöld 11. gr. B. áætluð 163 þús. kr., en urðu 314 þús. kr., eða nærri tvöfalt hærri en áætlað. Það var vitanlegt, að þessi gjöld mundu reynast alt of lág. Á þessum lið er burðareyrir og embættisskeyti, sem altaf eru of lágt áætluð, og landhelgisgæsla, sem var mjög aukin í fyrra eftir ósk landsbúa. Vegabætur hafa farið liðugar 53 þús. kr. fram úr áætlun og hraðskeyta- og talsímasamband 300 þús. fram úr áætlun. Jeg skal strax skýra frá því, hvernig á því stendur. Árið 1922 var veitt til ákveðinna símalína 167 þús. kr., en á því ári voru keyptir staurar í þær fyrir 40 þús. kr., en afgangurinn, 127 þús. kr., var notaður og borgaður út 1923. í fjárlögunum 1923 voru veittar til bæjarsímans í Reykjavík 68 þús. kr. til starfrækslunnar, en þar að auki var notað til stækkunar kerfisins hjer, jarðsíma, miðstöðvarborðs og áhalda, um 100 þús. kr.; það sem er umfram, um 70 þús. kr., gekk til flutnings stöðvarinnar á Akureyri (10 þús. kr.) og til viðbóta og viðhalds stöðvanna. Kostnaður við vitamál fór tæpar 40 þús. kr. fram úr áætlun. Gjöld til andlegu stjettarinnar (14. gr. A.) fór 84 þús. kr. fram úr áætlun. Loks urðu greiðslur samkvæmt lögum (Flóaáveitan), fjáraukalögum og þingsályktunum 1½ miljón kr., eða rúmlega tekjuhallinn á árinu.

Það sjest á þessu yfirliti, að árið 1923 hefði borið sig og vel það, ef ekki hefði þurft að greiða af tekjum ársins stórar upphæðir samkvæmt sjerstökum lögum, sem nota átti lán til, og ef fjáraukalögin fyrir 1923 hefðu aldrei komið fram.

Jeg gat þess áðan, að tekjuhliðin í fjárlagafrv. 1925 væri bygð á afkomunni 1922, en eftir að nú er búið að fá yfirlit yfir tekjurnar 1923, vil jeg athuga, hvort tekjuhliðin 1925 muni reynast ábyggileg samkv. útkomunni 1923.

Það sjest fljótlega, að yfirleitt munu tekjurnar vera sæmilega varlega áætlaðar. Þó eru einstakir liðir, sem jeg vafalaust hefði áætlað lægri, t. a. m. reyndust aukatekjur árið 1923 296 þús. kr., en eru hjer áætlaðar 300 þús. kr., og er það fullhátt;

þótt þessi tekjugrein sje reyndar æðióviss og flögrandi, fer mikið eftir árferðinu. Sama má segja um kaffi- og sykurtollinn, að hann er fullhátt settur í samanburði við afkomuna 1923, en einkum á þetta þó við vörutollinn. Hann varð einungis 1 milj. 62 þús. 1923, en er áætlaður nærri 200 þús. kr. hærri í fjárlagafrv. 1925. Jeg skýt því til fjárveitinganefndar að athuga sjerstaklega þennan lið gaumgæfilega. Aftur á móti kynni einhverjum að virðast, sem útflutningsgjaldið sje óþarflega varlega áætlað, þar sem það reyndist 1923 163 þús. kr. hærra en ráðgert er eftir fjárlagafrv. En af öllum tollum er þetta gjald einmitt hið allra óvissasta, svo að jeg álít ógerning að raska við því. Aftur á móti er jeg ekki frá því, að áfengistoll og tóbakstoll mætti hækka eitthvað lítillega, miðað við útkomuna 1923.

Jeg hygg því, að af þessu yfirliti hljóti öllum að vera það ljóst, að hafi ekki fyr verið þörf á að spara, þá sje það þó nauðsynlegt nú, já, alveg lífsskilyrði; en það má þá ekki vera aðeins í orði, heldur líka á borði, og þessi sparnaður ætti einkum að koma fram í fækkun embætta, sem vissulega má víða við koma, ef nokkur alvara lægi bak við alt sparnaðarhjalið.

En hvernig eru þá framtíðarhorfurnar yfirleitt og sjerstaklega ef nú er gengið alvarlega inn á sparnaðarbrautina? Jeg verð að segja það, að jeg hefi altaf verið fremur bjartsýnn en hið gagnstæða. Árið sem leið var fremur gott bæði til lands og sjávar víðast um landið, og tekjurnar reyndust yfirleitt fyllilega eins og áætlað var. Það voru útgjöldin, sem voru og urðu alt of mikil. Nú er útlitið langt frá slæmt. Veturinn hefir verið mjög góður, að minsta kosti hjer sunnanlands, og útlit með fisksölu ágætt. Það er mikil eftirspurn eftir fiski og er þegar búið að selja mikið af honum fyrirfram fyrir ágætt verð, Hinsvegar hefir ekki enn tekist að fá neina lagfæringu á hinum gífurlega kjöttolli, sem Norðmenn hafa skelt á okkur. Það hefir ekki skort góð orð og fögur loforð af þeirra hálfu, en það hefir ennþá orðið minna úr efndunum. Nú er þó komið svo langt, að frumvarp um einhverja ívilnun verður lagt fyrir Stórþingið nú næstu daga, en hvert innihald þess er, eða hvort það er einhverjum skilyrðum bundið, er með öllu ókunnugt um enn. Verði þetta mál lagfært innan skamms, er þungri byrði ljett af þjóðinni.

Það sem þá amar oss mest nú, er hið sífallandi gildi íslenskrar krónu og hið hraða fall hennar, sem orsakar dýrtíð í landinu á mjög tilfinnanlegan hátt. Útgjöld ríkisins hækka við verðfallið á flestum sviðum, sumpart beinlínis með afborgunum og vaxtagreiðslu á erlendum lánum. Þó vjer borgum miljón af árlega, þá lækkar krónan svo til næstu afborgunar, að skuldin er nálega sama eftir sem áður, og þar sem áður nægði t. a. m. 1000 kr. til vaxtagreiðslu erlendis, þarf nú nálega tvöfalda upphæð. Sumpart kemur þetta óbeinlínis fram við það, að flest innanlandsgjöld hækka vegna hækkandi vöruverðs, sem aftur er bein afleiðing af verðfalli krónunnar, t. a. m. dýrtíðaruppbót á launum embættismanna, starfsmanna og verkamanna, aukinn rekstrarkostnaður opinberra stofnana og fyrirtækja m. m. Margir hafa spurt um, hvernig á þessari miklu gengislækkun standi og því hefir verið svarað á ýmsa leið.

Jeg skal til upplýsingar um það taka fyrst fram hvað sambandsþjóð vor, Danir, segja um þetta efni. Þegar danska krónan fór að falla í verði, var fundur haldinn í Kaupmannahöfn á síðastliðnu ári til þess að ræða um verðfall krónunnar. Fundurinn var skipaður fulltrúum fyrir ríkisstjórnina, bankana, atvinnuvegi, þjóðhagsvísindi o. s. frv.; yfir höfuð völdustu mönnum í Danmörku. Fundurinn lauk störfum sínum í byrjun nóvember og kom þá fram með álit sitt og tillögur, sem samþyktar voru í einu hljóði nema af 3 fulltrúum landbúnaðarins og einum ráðherra, sem stöðu sinnar vegna vildi ekki binda sig og stjórnina fyrirfram í málinu.

Fundurinn komst að þeirri niðurstöðu, að ástæðurnar til verðfallsins væru tvær.

1. Svonefnd „Inflation“, þ. e. of mikil seðlaútgáfa af peningaseðlum, án þess að vera gulltrygðir eða eftir að þeir hættu að vera það. Slík aukning seðlaumferðarinnar örvar löngun einstaklinganna til að kaupa, og þar með eyðslusemina hjá einstaklingum, sveitarstjórnum og þeim, sem með fjárveitingarvaldið fara.

2. Svokallaður „negativ“ verslunarjöfnuður, þ. e. meiri innflutningur erlendra vara en útflutningur innlendra framleiðsluvara.

Þessar ástæður taldi fundurinn aðalástæður, þótt þær kynnu að vera fleiri. Til þess að halda uppi genginu kom fundurinn fram með þá aðaltillögu, að koma upp gengisjöfnunarsjóði að upphæð 5 milj. sterlingspunda. Átti að nota hann til þess með kaupum og sölum á erlendri mynt á hentugum tímum að koma í veg fyrir óeðlilega gengisbreytingu vegna brasks (spekulationar). Þessi tillaga var samþykt og lánið var tekið í Englandi, en um sama leyti og það var tekið var leiðandi grein um þessa lántöku í heimsblaðinu Times, og því spáð þar, að þetta ráð myndi eigi einhlítt, og það hefir líka komið á daginn. Danska krónan hefir hríðfallið síðan, einkum nú síðustu vikurnar, og 2/3 hlutar lánsins eru að sögn nú alveg glataðir, en hvort það sje rjett, þori jeg ekki að fullyrða. Álit og tillögur um málið eru í blaðinu Börsen 2. nóvember f. á.

Mundu nú ekki vera sömu ástæðurnar hjer? Jú, vissulega. Þegar Íslandsbanki var stofnaður, var þjóðbankinn danski beðinn um álit sitt um, hve mikla seðlaupphæð þyrfti hjer í landi. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að 30 kr. á mann yrði að teljast hæfilegt. Á þessu var svo bygt, að bankanum var leyft að gefa út 2½ miljón auk þeirra ½ miljónar, sem Landsbankanum var heimilt að gefa út, það voru liðlega 30 kr. á mann. En hefir þessari eðlilegu seðlaútgáfu verið haldið? Nei, óekki. Eðlilega gat þessi seðlaútgáfa ekki haldist eftir því sem viðskiftin jukust, en seðlafúlgan reyndist lengi nægileg. 1914, tíu árum eftir stofnun bankans, var hún mest 2,2 milj. auk ¾ milj. Landsbankaseðla, altsvo enn normal. 1915 komst hún upp í 3,8 milj., 1916 upp í 5,2 milj. Þá byrjar braskið. Hærra mátti hún tæplega fara. 1917 er hún 5,4 milj., eða svipuð og áður. 1918 er hún 7,2 milj., hæst, en 1919 kastar fyrst tólfunum, þá er hún 11,1 milj., eða um 110 kr. á mann. Þetta er regluleg „Inflation“, og það er enginn vafi á, að þarna er aðaluppsprettan að öllu okkar núverandi peningaóláni. Þá var hverjum sem vildi veitt stórlán til allskonar brasks, og þegar seðlahrúgan var þrotin, var óðara bætt við miljón ofan á miljón. Nú er aftur farið að draga inn seðlana, og 1. febr. voru liðugar 5 milj. úti af Íslandsbankaseðlum, auk Landsbanka, og getur það ekki talist óhæfilegt. Við erum í þessu atriði áreiðanlega á góðri leið og komnir langt áleiðis á henni.

Önnur aðalástæðan er líka hjer til, nefnilega sú, að miklu meira hefir verið flutt inn af útlendri vöru en af innlendri út. Væri verslunarjöfnuður eða meira útflutt en innflutt, mundi krónan halda sínu gildi og jafnvel stíga. Það er enginn vafi á því, að gengishallinn stafar mikið eða mest af því, að svo fór eftir stríðið, að útfluttar vörur úr landinu nægðu ekki til þess að borga innfluttar vörur (þar á meðal skip) og afborganir og vexti af lánum, sem tekin höfðu verið utanlands. Á árunum 1909–1918 átti Íslandsbanki vaxandi innieign í bönkum erlendis um hver áramót, og í árslok 1918 var innieign bankans erlendis tæpar 6 miljónir, sem var óbreytt 30. júní 1919, en 31. desember 1919 var komið svo, að bankinn skuldaði erlendis tæpar 7 miljónir. Hagurinn gagnvart útlandinu hafði því frá árslokum 1918 til ársloka 1919 versnað um ca. 13 milj. kr. Upp úr því byrjuðu erfiðleikarnir á yfirfærslum árið 1920, og í framhaldi af þessu ástandi byrjaði gengishallinn sumarið 1921, sem stafaði af því, hve skuldirnar við útlönd voru orðnar miklar, en það átti aftur rót sína að rekja til þess, að innflutningurinn hafði numið miklu meira en útflutningurinn. Síðan hefir á hverju ári vantað sjálfsagt yfir 5 milj. til þess að útflutningurinn gæti borgað innfluttar vörur, vexti og afborganir til útlanda, og þetta ástand helst enn. Afleiðingarnar eru vaxandi skuldir utanlands, þar af leiðandi vaxandi vaxta- og afborganagreiðslur til útlanda. Nú virðist útflutningur og innflutningur til landsins vera þannig, að enginn afgangur sje af verði útflutningsvaranna til vaxta- og afborganagreiðslu, en það þýðir, að skuldirnar við útlönd vaxa stöðugt, sjálfsagt um ca. 5 til 10 milj. kr. á ári, og meðan svo gengur, heldur íslenska krónan áfram að falla. Til þess að koma þessu á rjettan kjöl, þyrfti að koma málinu í það horf, að verð innfluttrar vöru yrði 5 til 10 miljónum kr. að minsta kosti fyrir neðan það, sem fæst fyrir útfluttar vörur.

En vjer þurfum raunar ekki að vera að brjóta heilann um hverjar ástæðurnar eru. Það er helbert „factum“, að íslenska krónan hríðfellur og það mjög ört á allra síðustu tímum. Hún eltir fall dönsku krónunnar, þótt ekki sje það glögt og skilmerkilegt, að svo þurfi að vera. En hver eru nú ráð til þess að hefta lækkunina? Ekki vantar það, að blöðin hafi ekki flutt margar greinar um það, en ekki hafa þær verið sammála, sem heldur ekki er von, því að meiri fjármálavitringar en vjer erum velflestir eru mjög ósammála um leiðina. Þannig tóku Danir, sem eiga marga ágæta fjármálamenn, stórt lán á síðastliðnu hausti, samkvæmt tillögum þeirrar nefndar, er jeg drap á, til þess að halda uppi gildi dönsku krónunnar, en allir vita, að það hefir gersamlega mishepnast. Mikill hluti lánsfjárins er horfinn og danska krónan hefir hríðfallið síðan. Það eru ýmsir hjer heima, sem hafa haldið sama ráði fram, en það sýnir sig, að það er að minsta kosti ekki einhlítt. Jeg verð að játa það hreinskilnislega, að jeg er ekki gáfaðri en það, að jeg hefi oft ekki skilið hugleiðingar þær, sem hafa birst í blöðunum, og þau ráð, sem þar hafa verið gefin. Því hefir verið haldið fram, að þing og stjórn ættu að byrja á rjetta endanum í þessu máli, og rjetti endinn hefir verið að stöðva lækkunina, en á hvern hátt ætti að byrja og hvaða ráðum ætti að beita, hefir venjulega verið lítið eða jafnvel ekkert minst á.

Jeg býst nú við, að þingið vilji fá að heyra, hvaða ráð stjórnin hafi hugsað sjer til þess eigi aðeins að forðast frekari lækkun, heldur líka til að hækka gengið aftur, og jeg tel þá þessi ráð: 1. Fjárlagafrumvarpið fyrir 1925, ef það nær fram að ganga með svipuðum tekjuafgangi og jeg hefi gert ráð fyrir. 2. Þá mun jeg eftir örfáa daga leggja fram frv. um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að innheimta ýmsa tolla og gjöld með 25% gengisviðauka. Frumvarp þetta er tilbúið og prentað. Þessi hækkun er nauðsynleg, því eftir því sem krónan lækkar, minkar verðgildi hennar. Skuldirnar standa ístað eða jafnvel vaxa. 3. Ef það virðist vilji þingsins, með lögum að hindra innflutning á ónauðsynlegri vöru. Jeg hefi sama sem tilbúið lagafrumvarp í þessa átt. Það eru að vísu til lög frá 8. mars 1920, sem heimila ríkisstjórninni að takmarka eða banna innflutning á óþörfum varningi. Jeg skal játa það, að það hefði verið unt að banna innflutning í talsvert stærri stíl en gert hefir verið. En hinsvegar er þess að gæta, að meiri hluti Alþingis á undanförnum þingum var eindregið mótfallinn auknum innflutningshöftum, eins og berlegast kom í ljós á þinginu 1922, og jeg áleit það því óhæfu að brjóta gegn yfirlýstum vilja Alþingis. Eigi haftapólitík að hafa nokkurn kraft, verður hún að vera yfirgripsmikil, undanþágulaus og standa lengi, að minsta kosti ein 3 ár. Jeg býst við, að þetta mál komi hjer til umræðu fljótlega í einhverri mynd.

Jeg hefi nú í sem fæstum orðum lýst fjárhagsástandinu, og það er ekki glæsilegt; þvert á móti er það ískyggilegt í mesta máta, og það er alt undir því komið, að stjórn og þing sjeu nú alveg samtaka um að spara alt það, sem hægt er, að forðast öll ónauðsynleg útgjöld og jafnvel öll útgjöld, nema þau, sem eru alveg óhjákvæmileg. Verði þau samtök, þá hefi jeg góða von um, að takast megi að rjetta við fjárhaginn á fáum árum; svo bjartsýnn er jeg. Jeg geri nú ekki ráð fyrir, að þessi stjórn muni sitja lengi við völd úr þessu, en jeg vil samt taka það skýrt fram, að jeg mundi ekki taka í mál að sitja í stjórn áfram, ef fjárlagafrumvarpinu fyrir 1925 verður breytt í neinu verulegu frá því, sem það er lagt fyrir, að því er útkomuna snertir, en hinsvegar er jeg sem þingmaður reiðubúinn til að styðja hverja stjórn, sem kann að verða, í öllu því, er að sparnaði lýtur.

Að endingu skal jeg taka það fram, að fjáraukalagafrumvarpið fyrir 1923 er tilbúið og verður lagt fram næstu daga; þar er ekki um stóra fjárupphæð að ræða, liðugar 46 þús. kr. En fjáraukalögum fyrir yfirstandandi ár má þingið aldrei búast við frá mjer, hvort sem jeg sit skamt eða lengi hjer frá í ráðherrasæti.