19.03.1924
Neðri deild: 27. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1456 í B-deild Alþingistíðinda. (786)

100. mál, verðtollur

Frsm. (Jakob Möller):

Háttv. samþm. minn (JBald) kvaðst ekki vita, hverjar greiðslur væru óhjákvæmilegar, nema afborganir af skuldum. En jeg get þó frætt hann á því, að bráðabirgðalán hafa verið tekin, sem skjótlega þarf að greiða. Undanfarið hefir mikið fje farið til afborgana og vaxtagreiðslu, og svo mun ennþá verða óhjákvæmilegt á þessu ári. Og þar sem tekjuhalli hefir safnast saman á undanförnum árum, sem ekki hefir verið ráðstafað með lánum eða öðru móti, þá er vitanlegt, að skipulagi þarf að koma á það sem allra fyrst. Kannske er hægt að gera það með nýju láni. Og það er líka fyrirsjáanlegt, að grípa verður alvarlega í taumana, ef ekki á líka að verða tekjuhalli á þessu ári.