28.03.1924
Neðri deild: 35. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1479 í B-deild Alþingistíðinda. (795)

100. mál, verðtollur

Jón Kjartansson:

Þar sem þetta mál er nú komið frá fjhn., þykir mjer alleinkennileg ástæða hv. 2. þm. Rang. (KlJ), að hann þurfi að ræða málið við þá nefnd, enda þótt hann, að því er sagt er, sje nú kominn í nefndina í stað annars manns þar. Innflutningshaftamálið kemur ekkert við þetta mál. Jeg sje því ekki, að nein ástæða sje til að tefja þetta frv. Auk þess efast jeg um, að þessi mannaskifti í fjhn. hafi enn farið löglega fram — veit ekki til, að það hafi verið borið undir vinnunefnd þingsins.