15.02.1924
Sameinað þing: 1. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 19 í B-deild Alþingistíðinda. (8)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 2. kjörbrjefadeildar (MJ):

Önnur kjörbrjefadeildin hafði til meðferðar kjörbrjef eftirtaldra þingmanna:

Bjarna Jónssonar, þm. Dala.

Jakobs Möllers, 3. þm. Reykv.

Jóhanns Jósefssonar, þm. Vestm.

Halldórs Steinssonar, þm. Snæf.

Ingólfs Bjarnarsonar, þm. S.-Þ.

Jóns Þorlákssonar, 1. þm. Reykv.

Pjeturs Þórðarsonar, þm. Mýra.

Ásgeirs Ásgeirssonar, þm. V.-Ísf.

Tryggva Þórhallssonar, þm. Str.

Þórarins Jónssonar, þm. V.-Húnv.

Jóns Baldvinssonar, 2. þm. Reykv.

Einars Árnasonar, 1. þm. Eyf.

Þinginu höfðu eigi borist neinar kærur yfir kosningu þessara þingmanna. Þó nú finna megi smá formgalla á kosningunum sumstaðar, eru þeir engan veginn svo stórvægilegir, að þeir hafi á nokkurn hátt getað haft áhrif á úrslit þeirra. Leggur kjörbrjefadeildin því eindregið til, að kosning allra fyrtaldra þingmanna verði tekin gild.