29.03.1924
Neðri deild: 36. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1521 í B-deild Alþingistíðinda. (823)

100. mál, verðtollur

Fjármálaráðherra (JÞ):

Formaður Framsóknarflokksins hefir stungið upp á því, að gefinn verði frestur, svo að flokkurinn fái að athuga, hvað gera skuli. Vil jeg biðja hv. þm. Framsóknarflokksins að athuga vel málið, áður en þeir taka á sig þá ábyrgð að koma í veg fyrir, að þessi lög um verðtoll gangi í gildi nógu snemma til þess að tollur náist af þeim skipsförmum, sem þegar útgefin reglugerð um innflutningsbann nær ekki til. Annars sje jeg ekki, að það sje neitt aðalatriði, hvort samþykt verða á þemu þingi ný lög um innflutningshöft eða lögin frá 1920 verða látin duga.