29.03.1924
Neðri deild: 36. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1522 í B-deild Alþingistíðinda. (828)

100. mál, verðtollur

Þorleifur Jónsson:

Þar sem fram kom, að hæstv. stjórn getur svarað spurningu Framsóknarflokksins játandi, ef hún má dæma sjálf um, hvað eru aðalatriði og hvað aukaatriði í frv. því, sem fram er komið um innflutningshöft, þá hefir flokkurinn ákveðið til samkomulags, að stjórnin megi hafa þar sjálf dómsvaldið. Leyfi jeg mjer að skýra frá, fyrir flokksins hönd, að hann mun styðja að því, að frv. um verðtoll, sem nú er á dagakrá, nái sem fyrst fram að ganga. Ef stjórnin hefir ekki neitt við þetta að athuga, þá verður það að skoðast sem samþykki, enda ætti henni að vera fullnægt með þessu, eftir því sem hæstv. fjrh. mælti áður um.