20.03.1924
Neðri deild: 28. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1602 í B-deild Alþingistíðinda. (886)

97. mál, landhelgissektir í gullkrónum

Jón Kjartansson:

Það var aðeins lítil aths. út af orðalagi 1. gr. þessa frv. Þar er talað um að innheimta sektirnar í gullkrónum. Þetta álít jeg að sje óheppilegt orðalag. Sektir í ríkissjóð verða yfirleitt ekki innheimtar; þær eru hegning, sem verður að afplánast, ef eigi er greidd.

Mjer skilst því, að þetta sje ómögulegt; ef sektin fæst ekki greidd, verður hún ekki innheimt, nema það sje sjerstakt ákvæði um það í lögunum, en svo mun ekki vera í báðum þeim lögum, sem hjer er átt við. Þess vegna lít jeg svo á, að betra hefði verið að hækka lágmark sektarákvæðanna, vegna þess að reynslan hefir sýnt, að jafnan er dæmt í lágmarkssektir. Einkanlega verður þetta orðalag villandi, þegar háttv. flm. (ÁÁ) leiðrjettir orðalagið í greinargerðinni, „útlendinga“.