29.03.1924
Neðri deild: 36. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1619 í B-deild Alþingistíðinda. (941)

105. mál, hvalveiðamenn

Frsm. (Sigurjón Jónsson):

Sjávarútvegsnefnd leggur ekkert kapp á, að þetta frv. verði samþykt. Hún flytur það aðeins eftir beiðni Fiskifjelags Íslands. En við lítum svo á, að rjett væri að lögin giltu lengur, þar sem ennþá hefir hvölum ekki fjölgað hjer að mun. Við lítum líka svo á, að rjett sje, að hvalveiðar verði ekki reknar hjer fyr en hvölunum hefir fjölgað að mun, og teljum rjettast, að landsmenn sjálfir, ef þeir þá væru orðnir færir um það, rækju veiðarnar.

Það er satt, sem hv. 1. þm. S.-M. (SvÓ) sagði, að lögin eru ekki viðkunnanleg. Þar er öllu hrært saman, mönnum, hnísum og höfrungum. En þau ættu þó samt að geta gert gagn.

Um það, hvort rjett sje að friða hrefnur, munu vera skiftar skoðanir. Jeg veit, að t. d. sjómenn vestra telja ekkert unnið við það.