21.03.1924
Neðri deild: 29. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1626 í B-deild Alþingistíðinda. (987)

101. mál, sýsluvegasjóðir

Flm. (Jörundur Brynjólfsson):

Þetta eru afarsmávægilegar breytingar á lögunum, sem hjer er farið fram á, og jeg vona, að hv. þm. sjái fljótlega, í hverju þær eru fólgnar. Þær eru aðallega þær, að hreppsnefndum sje frjálst að leggja þessi gjöld á í hreppunum á þann hátt, sem þeim þykir best henta, á fasteignir eða öðruvísi, ef þær telja það betur henta. Sje jeg svo ekki ástæðu til þess að fjölyrða um þetta, en geri það að tillögu minni, að frv. verði vísað til samgmn. að þessari umr. lokinni.