12.02.1925
Neðri deild: 5. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1947 í B-deild Alþingistíðinda. (1064)

20. mál, verðtollur

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg stend upp til þess að bera það af mjer, að jeg hafi nokkurn tíma áfelt ráðherra þann, sem gerði landhelgissjóðinn að eyðslueyri ríkissjóðs, fyrir að hafa ekki heldur tekið lán annarsstaðar. Og jeg vil heldur ekki kannast við að hafa notað sjóð þennan til pólitískra hnútukasta, þó að ekki sje hægt að fortaka, að einhverjir kunni að hafa gert það. Það má finna að því, að ráðherra þessi skyldi ekkert hafa aðhafst til þess að komast hjá tekjuhalla ríkissjóðs, en jeg hefi a. m. k. ekki vítt, hvernig hallinn var greiddur.