11.05.1925
Neðri deild: 77. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2022 í B-deild Alþingistíðinda. (1106)

20. mál, verðtollur

Frsm. (Magnús Jónsson):

Hv. 1. þm. N.-M. (HStef) tók að mestu af mjer ómakið að láta ekki alveg ómótmælt ummælum háttv. 2. þm. Reykv. (JBald). Hann (JBald) og fleiri hafa haft það á móti tollinum, að hann kæmi hart niður á nauðsynjavörum. Jeg skil því ekki, hvernig hægt er að segja, að málinu sje spilt, þegar teknar eru undan sumar nauðsynjavörur og yfirleitt stefnt í þá átt að lækka tollinn. Það, sem gægist í gegn hjá hv. þm. (JBald), er það, að best sje, að lögin sjeu sem ólheppilegust, því að þá er hægast að fá þau afnumin, og aðalgalli þeirra nú er því sá, hve mikið þau hafa verið bætt. Að hjer sje um þrenskonar tolllög að ræða, nær auðvitað engri átt.

Hv. 1. þm. N.-M. (HStef) tók fram, að ekki mætti búast við, að hægt væri að afnema svona toll nema smátt og smátt. Það er ómögulegt að gefa fyrirheit um meira en að hann skuli lækkaður eftir því sem ástæður leyfa.