09.05.1925
Neðri deild: 76. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2113 í B-deild Alþingistíðinda. (1155)

8. mál, verslunaratvinna

Frsm. minni hl. (Jón Kjartansson):

Jeg vil lýsa yfir því fyrir hönd minni hl. allshn., að hann leggur með till. hv. þm. V.-Ísf. (ÁÁ) og leggur til, að þær sjeu samþyktar. Hinsvegar leggur hann á móti 2. og 3. brtt. á þskj. 516, frá hv. meiri hl. allshn. Jeg þarf ekki að orðlengja um þessi atriði, því hæstv. atvrh. (MG) hefir nú skýrt það í ræðu sinni. Jeg vil aðeins bæta því við, viðvíkjandi 2. brtt., að það, sem hv. Ed. átti við með sjerverslun, var það, ef heildsali verslaði með eina sjerstaka vörutegund, og þótti þá óheppilegt að banna slíkum manni smásölu, en ef hann hefir opna búð, þá kemur það ekki í bága við verslun í smásölu yfirleitt.

Jeg er sammála hæstv. atvrh. um það, að því er snertir brtt. við 3. gr., þá skifti það litlu máli, hvort hún verður samþykt eða ekki.

2. brtt., við 10. gr. 3. málslið, vill minni hl. fella.