09.05.1925
Neðri deild: 76. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2116 í B-deild Alþingistíðinda. (1160)

8. mál, verslunaratvinna

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg legg annan skilning í 3. brtt. meiri hl. heldur en hv. 3. þm. Reykv. (JakM) og hv. 2. þm. Reykv. (JBald). Jeg held, að hún hafi ekki þessa þýðingu, vegna orðalagsins á 10. gr. Jeg hefi borið orðalagið undir formann nefndarinnar í hv. Ed., sem er höfundur þess, og mun meining nefndarinnar hafa verið sú, að leyfa smásölum að hafa útsölu víðar en á einum stað. Það liggur í 3. málsgr. 10. gr., að svo sje, og ef 3. brtt. á þskj. 516 er samþykt, þá er það til að vekja að óþörfu efa um rjettan skilning.

Hinsvegar sje jeg enga ástæðu til að taka málið af dagskrá.