09.05.1925
Neðri deild: 76. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2118 í B-deild Alþingistíðinda. (1162)

8. mál, verslunaratvinna

Ágúst Flygenring:

Mjer finst óskiljanlegt, ef nú á að fara þvert ofan í þá skoðun, sem áður hefir komið fram í deildinni, með 3. brtt. á þskj. 516. Hún er borin fram af illvilja, til þess að villa mönnum sjónir, svo að ekki verði hægt að koma þessu atriði í nauðsynlegt horf. Afleiðingin væri sú, ef brtt. yrði samþykt, að það yrði að loka útsölustöðum brauðbúða og kaupfjelaga, sem, eins og kunnugt er, eru nú víða á fleiri stöðum en einum. Þetta er því bara til þess að slá ryki í augu manna. Enginn stórsali hjer hefir smásölu. Það er aðeins óttinn við, að svo verði, sem hjer er á ferðinni. Þeir vita, stórsalarnir, að þeir þurfa að skifta við smásalana. og fara því ekki að keppa við þá. Jeg veit ekki betur en að alstaðar sje leyfilegt í nágrannalöndum vorum, að sama firmað hafi opna sölubúð á fleiri en einum stað. Ef þetta verður numið úr gildi, verður frv. drepið, þegar það kemur til hv. Ed.