28.04.1925
Efri deild: 62. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2249 í B-deild Alþingistíðinda. (1234)

16. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Jónas Jónsson:

Jeg býst við, að það hefði átt best við, að hæstv. stjórn hefði sjálf mælt fyrir þessu frv., en þó að hæstv. fjrh. (JÞ) sje ekki viðstaddur, og ætli sjer máske ekki að taka til máls, verð jeg að hreyfa mótmælum þegar við 1. umr. Jeg vil í stuttu máli lýsa þeirri skoðun minni, að af öllum þeim vondu málum, sem stjórnin og stuðningsmenn hennar standa að; er þetta eitthvert það versta. Jeg á að vísu erfitt með að gera samanburð á þeim, því að þau eru mörg, en jeg býst við, að þetta mál þyki þó sýna einna berast, að stjórnin og flokksmenn hennar eru á þennan hátt að halda með hagsmunum fámenns peningahrings gagnvart hagsmunum þjóðfjelagsins. Það fer vel á því, að þetta frv. sje til umr. næst á eftir tóbakseinkasölunni, og að þessi hv. deild fái tækifæri til að vísa öðru máli til sætis hjá nefnd, máli, sem ber sama hugsunarhátt gagnvart þjóðfjelaginu.

Það, sem hjer er um að ræða, er það, að hjer er komið fram frv. til að leysa un an skatti ríkasta fólkið á landinu, á því ári, þegar náttúran hefir verið þeim sjerstaklega hagstæð og þegar þeir menn myndu borga eitthvað, sðm um munar, á því sama ári, þegar verklegar framkvæmdir ríkissjóðs hafa legið niðri fyrir fátækt hans, þegar stjórnin hefir orðið að hækka margar nauðsynlegar vörur um 20'X, til þess að ná tekjum í ríkissjóð, og á því sama ári hefir forsjónin verið svo örlát að gefa sumum miklu meiri gróða .en nokkru sinni áður. Nú vill svo illa til fyrir forsjónina, að sá sami fjrh., sem kom á tóbakseinkasölunni, kom líka á lögum um tekjuskatt á því sama herrans ári, og var ekki svo forsjáll að sjá, að mikið mundi græðast af sumum mönnum. En nú sjer fjármálaráðherra landsins, að þeir menn, sem höfðu grætt svo afskaplega, mundu þurfa að borga dálítið, og nú er svo komið, að það á að fara að bjarga þeim undan skattinum, því að það er í raun og veru ekkert annað, sem hjer liggur fyrir. Það er dálítið einkennilegt að hugsa sjer, að það skuli vera hægt að fá meiri hluta atkvæða fyrir annari eins fjarstæðu og þessu nú, þegar skrúfaðar eru undan nöglum fátækra manna þúsundir og aftur þúsundir króna af tekjum ríkissjóðs. jafnt þegar gott er í ári sem hart í ári. En einungis fyrir þá sök, að borist hafa á land hjer í Reykjavík um 20 miljónir króna og lent í eigu fáeinna manna, þá fer stjórnin og stuðningsmenn hennar af stað til þess að bjarga þeim undan rjettmætum skatti til ríkissjóðs, því að það er svo sem auðvitað, að hefðu þessir menn ekki grætt svona mikið, þá hefði þetta frv. ekki verið borið fram. Það, sem hefir orðið þessum mönnum að happi, á að verða ríkissjóði að óhappi; það á að verða til þess, að forsjóninni sje ekki til neins að senda góð ár, því að altaf muni þeir misvitru menn í stjórninni hafa einhver ráð til að koma fjenu undan, sem þessir fáu stórauðugu menn græði. Líti maður á það, hvernig hagur landsins var árið 1917, þegar núverandi forsætisráðherra tók við stjórn, og hvernig hagur þess var, þegar hann eftir 5 ár skilaði af sjer stjórn, þá er munurinn sá, að þegar hann skilaði af sjer stjórninni, þá var landið í miklum skuldum, þó að fjöldi manna hefði grætt mikið og ríkissjóður hefði líka átt að geta safnað, — en hvernig fór? Þessu tímabili lauk þannig, að tiltölulega lítið af þessum mikla gróða manna fór í ríkissjóð, því að altaf vakti sama hugsunin fyrir þingi og stjórn: ríku mennirnir mega ekki borga. Landið safnaði miljónum á miljónir ofan af skuldum, þangað til það síðast kom svo á stjórnartíð þessa forsætisráðherra, að það varð að taka það hörmulegasta lán, sem okkar þjóð á að dragast með í 30 ár, með þeim hroðalegustu skilmálum, sem nokkurri þjóð hafa verið boðnir. Jeg bendi á þetta til þess að það sjáist, að ef hæstv. forsrh. (JM) hefði haft útsýn yfir það, hvernig hagir landsins þá voru, þá áttu að fylgjast aukin útgjöld við auknar þarfir og aukna getu, en nú kemur til það sama, að landið situr í sínum miklu skuldum og hefir ekkert á að byggja nema nefskattana, og að þeir miklu fjármunir fá að safnast hjá einstökum mönnum, sem ríkið hefði þörf á að fá, þá er gerð á þessu þskj., 386, skipulagsbundin tilraun til þess að bjarga þessu gróðafje undan skatti. Það er ekki hægt að segja, hve miklu þetta geti munað; en það er talið sennilegt af einum hv. þm. í Nd., sem hefir rannsakað þetta, að það muni verða um 1/2 milión, sem þannig er komið undan. Jeg vil skjóta því til þeirra hv. þm., sem hafa mikinn áhuga fyrir landsspítalanum, að með þessum tveim frv., afnámi tóbakseinkasölunnar og þessu, er fleygt burt á einu ári fje, sem hefði borgað byggingu hans að mestu.

Jeg efast ekki um það, að þegar hæstv. fjrh. kemur til að leggja líkn þessu barni sínu, þá niuni hann finna ástæðu til að níæla þessu frv. sínu bót, þrátt fyrir það, þótt allir verði að viðurkenna tekjutapið; en þá dettur mjer það í hug, sem jeg hefi lesið um Ferdinand Spánarkonung, sem hengdi menn og skaut án varalögreglu og Ijet setja gyltan kross með gyltu letri yfir dysjar þeirra: „Fyrir öryggi borgaranna og heiður föðurlandsins.“ Jeg efast ekki um, að stjórnin og stuðningsmern hennar muni láta álíka sönn orð og álíka gylt verða letruð yfir þessu máli.