14.05.1925
Neðri deild: 80. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2315 í B-deild Alþingistíðinda. (1264)

16. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Jón Baldvinsson:

Það er fyrirspurn til hæstv. fjrh. (JÞ) út af þessu frv. Mjer skilst, að það verði við útreikning á skattinum árið 1925 notuð þessi aðferð, og þá vil jeg spyrja hæstv. fjrh., hvert öll þau fjelög, sem hafa yfirfært til næsta árs einhverja fjárupphæö, eða aðeins þau fjelög, sem lagt hafa í svokallaðan varasjóð einhverja f járupphæð, njóti góðs af ákvæðum þessa frv. Mjer skilst þá, ef hið síðara er, að þetta komi ákaflega misjafnt niður, því að engir nema þeir, sem kunna að hafa vitað það um áramót, að lögin kæmu fram, hefðu getað hagað reikningsfærslu sinni þannig, að leggja tekjuafganginn í varasjóð. Nema taka eigi það svo, að alt, sem fært er til næsta árs, komi undir þessi lög; en þá er frv. víðtækara en jeg og margir hafa búist við. Mjer finst því ekki rjett að láta þessi lög koma til framkvæmda á árinu 1925, sem þá verður fyrir árið 1924; því að ef svo er, að örfá fjelög hafa vitað af því, að svona ætti að haga til, hefðu þau getað hagað reikningsfærslu sinni þannig að þau fengju linun á skatti, en hin ekki, og þá kemur fram misrjetti. Þess vegna ber jeg fram þá brtt., að fyrir „1925“ í d.-lið 1. gr. komi: 1926. En jeg vil samt taka það fram, að þó jeg komi með þessa brtt., þá ætla jeg ekki að greiða atkvæði með þessu frv.; en ef þab nær fram að ganga, sem jeg tel líklegt, vil jeg þó reyna að koma í veg fyrir, að nokkurt misrjetti leiði af því, eins og hlýtur að verða, ef það er ekki sá rúmi skilningur á því, að telja megi varasjóð alt þaö, sem er yfirfært til næsta árs á reikningum þeirra fjelaga, sem hjer um ræðir. Svo vil jeg benda á, að það hlýtur að vera einhver skekkja í c.-lið 1. gr., þar sem talað er um varasjóð samkvæmt b.- og c.-lið. Það hlýtur því að koma fram önnur brtt. til þess að breyta því og færa það í annað horf, því að mjer finst, að hjer hljóti að vera átt við annan lið en c.-liðinn. (Forseti'. Mjer láðist að taka það fram, að það er villa í frv. Það á að vera a.- og b.-lið). Já, þetta má þá laga, en hina brtt. vildi jeg afhenda hæstv. forseta, því að ef frv. verður samþykt, vil jeg að allir standi jafnt að vígi, sem eiga að njóta hlunninda við þetta frv.