25.02.1925
Efri deild: 14. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2322 í B-deild Alþingistíðinda. (1274)

43. mál, eignarnám á landsspildu á Grund í Ytri-Reistarárlandi

Frsm. (Jónas Jónsson):

Nefndin hefir lagt til, að þetta leyfi verði gefið, frv. samþykt. Er ekki þörf á að fara um málið mörgum orðum. Svo stendur á, að þessi hreppsnefnd í Eyjafjarðarsýslu hefir verið svo óheppin að byggja hús á landi, sem er sjereign, án nægilega tryggra samninga um lóðina. Nú þegar ekki hefir náðst samkomulag milli eigenda og hreppsnefndar, virðist sanngjarnt að veita hreppsnefndinni eignarrjett á landspildunni, sem húsið stendur á, og þar sem landið, sem hjer um ræðir, er verðlítið eða verðlaust, sýnist þetta enn sjálfsagðara.