28.02.1925
Neðri deild: 22. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2330 í B-deild Alþingistíðinda. (1317)

64. mál, brúargerðir

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg hefi engu við að bæta. Það er alt rjett, sem hv. frsm. (KIJ) sagði um frv. og að það var ekki samþykt á síðasta þingi. En vegna vegalagabreytinga þeirra, er gerðar voru á síðasta þingi, verður frv. þetta fram að ganga. Samkvæmt vegalögunum eiga brýr að koma á þessum stöðum. Þakka jeg svo nefndinni fyrir það, að hún tók að sjer þetta mál, sem jeg hafði gleymt. En vegna þess að málið er nú komið frá nefnd, álít jeg óþarft, að það fari til nefndar aftur.