27.03.1925
Efri deild: 40. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2336 í B-deild Alþingistíðinda. (1344)

80. mál, veiði

Frsm. (Sigurður Jónsson):

Það er vonandi, að um mál þetta þurfi ekki að verða miklar umr., og síst eins langa:' og um frv. það, er við vorum nú að afgreiða.

Það er tekið fram í greinargerð frv., að hjer sje aðeins um að ræða að hækka sektirnar, enda er það ekki nema eðlilegt, því að tilskipun þessi, sem er frá 1849, sje úrelt orðin og samræmist ekki því peningaverði, sem nú er, enda eru sektirnar svo lágar, að það margborgar sig að brjóta. Leggur nefndin því til, að frv. verði samþykt óbreytt.