02.04.1925
Neðri deild: 49. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2385 í B-deild Alþingistíðinda. (1451)

61. mál, vörutollur

1451Frsm. (Jón Auðunn Jónsson):

Hæstv. fjrh. (JÞ) hneykslaðist mjög á útlendu orðunum, sem eru að finna í brtt. fjhn.; sjerstaklega heiti á einni vörutegund, sem nefndin vill flytja í 2. flokk. En jeg skal geta þess, að fjlm. fjekk þetta heiti hjá fjármálaráðuneytinu. Við, sem í nefndinni sitjum, kunnum ekki annað heiti á þessari vörutegund og vissum yfirleitt lítið um hana, annað en það, að þetta er efni í steingólf.

Þá mintist hæstv. fjrh. (JÞ) á það, sem rjett er, að við hefðum fært milli flokka 3 tegundir af keðjum, sem sje akkeriskeðjur, stýriskeðjur og botnvörpukeðjur, og taldi hann, að rjettast myndi þá að undanskilja allar keðjur. Þetta get jeg fyrir mitt leyti ómögulega fallist á. Það eru til fjöldamargar keðjur, sem eru svo ljettar, að það munar engu í verði, hvort tollurinn af þeim er 71/2 eða 2 aurar af kg., t. d. reiðhjóla- og bílakeðjur o. s. frv. Því er engin ástæða til að færa þær úr 7. flokki og í 2. flokk. En á þeim keðjum, sem hjer um ræðir, munar það mjög miklu, hver tollurinn er. Sama máli gegnir um þær vindur, sem hjer eru færðar til í tolllögunum. Tollurinn er þar í engu hlutfalli við verðið. Að setja 700 kr. toll á nauðsynlega togaravindu nær ekki nokkurri átt. Það leiðir til þess eins, að menn skirrast við að flytja nokkrar slíkar vindur inn til vara, og kjósa heldur að fara til útlanda og skifta, þegar með þarf, til þess að losna við tollinn. Jeg get getio þess, að fyrir nefndinni lágu lilmæli í þessa átt um 60–70 vörutegundir. en þar sem það heyrði mest til smájárnvöru, áleit nefndin, að þær ættu að vera kyrrar í 7. flokki, þar sem engu munaði í verði þeirra, þó að tollurinn á þeim væri 71/2 eyrir á kg.

Vel má vera, að sumir hefðu talið heppilegast, að hæstv. landsstjórn hefði fært þessar vörur milli flokka samkv. þeirri heimild, sem henni er gefin í vörutollslögunum. En það er mi svo, að mjer er kunnugt um, að vörur, sem færðar hafa verið milli flokka, eru ýmislega tollaðar úti um land, og af sumum tekinn tollur eftir alt öðrum flokki en þær heyra til. Svo er t. d. um margar vörur í 2. flokki, að þær eru oftlega um alt land tollaðar eins og þær heyrðu til 7. flokki. Jeg held því, að úr því sem komið er, þá sje best, að þessi breyting á vörutollslögunum nái fram að ganga, því að þá passa lögreglustjórarnir upp á, að tollað sje eftir rjettum flokkum. Það hefir þráfaldlega komið fyrir þá að þeir fái tilkynningu frá landsstjórninni um, að einhver vörutegund hafi verið færð á milli flokka, þá hættir þeim til að gleyma því, jafnvel þó það sje birt í Stjórnartíðindunum, eins og á síðasta ári. Mjer er kunnugt um það, að lögreglustjórar af athugunatleysi hafa tollað eftir skakkri flokkun, en það athugunarleysi hefði ekki komið fyrir, ef um lögin ein hefði verið að ræða. Þess vegna vil jeg eindregið fyrir hönd fjhn. mæla með því, að frv. verði samþykt meo þeim brtt., er nefndin leggur til.

Hv. 2. þm. Skagf. (JS) sagði, að venjulega væri nóg hey til í landinu. Því betur er svo venjulega, en því miður, já, of oft er það ekki svo. Hann sagði og, að heyskortur yrði ekki nema í einstöku sveitum. Það er heldur ekki tilfellið. Jeg veit ekki betur en að fyrir 4 árum hafi orðið heyskortur um alt land og að síðastliðið vor hafi hey þrotið bæði á norður- og norðausturlandi. Háttv. þm. (JS) sagði, að erfitt væri fyrir seljendur heyja að hitta kaupendur. Það er ekki rjett. Það er lítill vandi fyrir seljendurna að finna kaupendur, því að þeir finnast í flestum sjávarþorpum og kauptúnum landsins. En það er oft erfitt fyrir kaupendur að finna seljendur, og þess vegna kemur það fyrir næstum á hverjum vetri, að kaupendurnir í kaupstöðunum finna ekki seljendur. Má vel vera, að með betra skipulagi megi bæta úr þessu, en fyr en það er komið á, er engin ástæða til þess að tolla hey eins og hv. þm. (JS) og þeir, sem að brtt. á þskj. 239 standa, fara fram á. Jeg held líka, að heysala yfirleitt sje engin lyftistöng fyrir sveitabúskapinn, heldur einmitt þvert á móti. Þar, sem jeg þekki til, gengur búskapurinn ver í þeim sveitum, þar sem heysala er, en í hinum, þar sem engin heysala er. Sem betur fer selja bestu sveitirnar á Vestfjörðum aldrei hey. En rýru sveitirnar, þær, sem nærri eru kaupstöðunum, láta hey af hendi, og það sjer til skaða. Tveir síðustu áratugirnir sýna ljós merki þess, að heysala hefir verið sveitunum til tjóns. Það er ekki svo afargott sem hv. þm. (JS) vildi vera láta fyrir erlenda menn að selja hingað hey. Það er þvert á móti afarerfitt, því að heyið er svo rúmfrekt, að flutningsgjald á því verður mjög hátt. Jeg ætla, að það sje nú 10 aurar á kg.

Hv. þm. (JS) mintist á, að hægt myndi fyrir landsstjórnina að fá nægilegar skýrslur um, hvort nokkursstaðar væri yfirvofandi fóðurskortur. En jeg held, að þetta sje ómögulegt. Að vísu getum við í kaupstöðunum sagt um það, að fóðurskortui muni verða, ef sýnilegt er, að menn hafa ekki nóg hey handa skepnum sínum, en það vill oft til, að hey, sem lofað hefir verið um veturinn, er ekki látið af hendi þegar til kemur. Jeg man eftir því, að til Ísafjarðar var 1920 lofað heyi úr nyrstu hreppum Norður-Ísafjarðarsýslu, og nam það þúsundum að tvípundatali, en þegar kom fram á miðjan þorra, þá neituðu hreppsnefndirnar — og það með rjettu — um, að heyið væri látið af hendi. Stóðu menn þá uppi í megnustu vandræðum, og stóð til að slátra helmingnum af þeim fáu beljum, sem aldar eru á Ísafirði. En með aðstoð eins góðs búmanns í bænum, sem hlaupið gat undir baggann, komust menn þó af þar til hey kom frá útlöndum. Ef þurft hefði þá að sækja um leyfi stjórnarráðsins til þess að flytja þetta hey inn, ætla jeg, að farið hefði verið að minka lífið í sumum gripunum.