23.02.1925
Neðri deild: 14. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2396 í B-deild Alþingistíðinda. (1463)

57. mál, bæjarstjórn á Akureyri

Flm. (Björn Líndal):

Jeg vona, að þetta frv. þurfi ekki að tefja mikið tímann. Tilgangur þess er aðeins sá, að koma í veg fyrir, að ágreiningur geti orðið um það, hvort kjósa megi með hlutfallskosningu í nefndir innan bæjarstjórnarinnar á Akureyri.

Að dómi þeirra, sem um hafa fjallað, er það ekki leyfilegt nema með lagabreytingu, ef ekki fæst til þess samþykki allrar bæjarstjórnarinnar. Sje jeg ekkert því til fyrirstöðu, að þetta sje samþykt, þar sem þetta er þegar lögákveðið í þremur kaupstöðum landsins, og ákveðið með reglugerð í hinum, svo að Akureyri er eini kaupstaðurinn, er slíkar heimildir vantar.