08.04.1925
Neðri deild: 54. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2456 í B-deild Alþingistíðinda. (1540)

100. mál, sala á prestsmötu

Frsm. minni hl. (Magnús Jónsson):

Jeg útlistaði það nákvæmlega, að þessar kvaðir hefðu aldrei löglega hvílt á kotunum eða hjáleigum stórbýlanna, heldur á höfuðbólunum sjálfum, og þess vegna hverfur þessi kvöð aftur til höfuðbólanna þegar kotin eru úr sögunni. Því var þetta ekki rjett dæmi, sem hv. þm. Ak. (BL) kom með.