25.03.1925
Efri deild: 38. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2485 í B-deild Alþingistíðinda. (1570)

59. mál, sundnám

Forsætisráðherra (JM):

Það var ekki þörf fyrir hv. formann nefndarinnar (S- E) að tala svo mikið um gagnsemi sundsins. Jeg hafði ekki neitt við það að athuga. En við hitt hafði jeg að athuga, að gefa sveitarstjórnum heimild, sem vitanlega skiftir mjög miklu í svona máli. Það er vitanlegt, að slíkar heimildir hafa verið gefnar áður, eins og jeg drap á. En hjer er um nokkuð sjerstakt að ræða. Hjer er um að ræða persónulega skyldu, sem þingið að vísu hefir rjett til að leggja á, en hitt er nýmæli, að leggja slíkt vald undir sveitarstjórnir.