25.03.1925
Efri deild: 38. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2487 í B-deild Alþingistíðinda. (1573)

59. mál, sundnám

Sigurður Eggerz:

Hv. 1. þm. Eyf. vjek að því við 1. umr., að nauðsyn hefði verið á því að setja fyllri ákvæði í lögin um það, hvað standa ætti í reglugerðinni. En mjer finst, að þar sem heilbrigðisstjórnin hefir áhrif á það, sem standa á í reglugerðunum, þá þyki næg trygging í því.

Jeg held, að margt ungt fólk hafi áhuga fyrir sundi, leikfimi og öðrum íþróttum. Og íþróttir hafa þann kost, að þær draga unga fólkið frá öðru, sem því er ekki jafnholt, og skapa hjá því áhugamál. Eftir því sem lífið verður margbreyttara og meira reynir á taugarnar, því nauðsynlegra er að efla líkamsmentina. Hjer er því stórmál á ferðinni, og vona jeg, að þingið leggi ekki stein í götu þess. Því að auk þess, sem sundið er vel til þess fallið að draga ungt fólk frá óheppilegum brautum, hefir það oft bjargað lífi manna, eins og hv. þm. Vestm. benti rjettilega á.